Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. ágúst 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui ánægður með sigur í fyrstu umferð
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui var ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá Real Madrid.

Real fékk Getafe í heimsókn í gær og vann 2-0 þökk sé mörkum frá Dani Carvajal og Gareth Bale.

Heimamenn héldu boltanum 78% af leiknum og gáfu nánast engin færi á sér, en gestirnir náðu aðeins einu skoti á rammann.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag. Við verðum að geta bæði sótt og varist vel, það er skilyrði ef við ætlum að vinna deildina," sagði Lopetegui að leikslokum.

„Ég er með virkilega góðan leikmannahóp í höndunum þar sem leikmenn þekkjast, ná vel saman og mynda frábæra liðsheild."
Athugasemdir
banner
banner