banner
   mán 20. ágúst 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Norrköping sendi CSKA gagntilboð vegna Arnórs
Mynd: Norrköping
Sænska félagið Norrköping hefur sent rússneska félaginu CSKA Moskvu gagntilboð eftir tilboð félagsins í Arnór Sigurðsson í síðustu viku. Fótbolti.net hefur heimildir fyrir þessu.

CSKA er nú að skoða hvort félagið gangi að gagntilboðinu eða ekki.

Sænskir fjölmiðlar sögðu frá tilboði frá Rússlandi í Arnór í síðustu viku og sagt var að um metsölu yrði að ræða ef Norrköping myndi selja hann.

Expressen segir að tilboðið í síðustu hljóði upp á 30 milljónir sænskra króna (355 milljónir íslenskra króna) og gæti hækkað upp í 40 milljónir. Norrköping hefur nú svarað með gagntilboði.

Arnór er 19 ára vængmaður, uppalinn Skagamaður, sem hefur verið að gera frábæra hluti í sænsku deildinni. Hann er með þrjú mörk í sextán leikjum.

CSKA endaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra en landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er meðal leikmanna liðsins.

Norrköping seldi nýlega Jón Guðna Fjóluson til Rússlands en hann gekk í raðir Krasnodar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner