Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. ágúst 2018 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Valur í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum
Fjölnir jafnaði á síðustu stundu gegn Víkingi
Patrick gerði tvö fyrir Val.
Patrick gerði tvö fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir komst upp úr fallsæti. Guðmundur Karl jafnaði á síðustu stundu.
Fjölnir komst upp úr fallsæti. Guðmundur Karl jafnaði á síðustu stundu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn eru komnir í frábæra stöðu upp á að vinna sinn annan Íslansmeistaratitil í röð. Stjarnan gerði jafntefli við Grindavík í gær og mættust hin liðin í toppbaráttunni, Valur og Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals komust yfir á 34. mínútu þegar Patrick Pedersen skoraði úr vítaspyrnu. Brotið var á Birki Má Sævarssyni innan teigs og skoraði Pedersen af miklu öryggi. Pedersen tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hlé eftir flottan undirbúning frá Dion Acoff. Staðan var 2-0 fyrir gestina í hálfleik.

Blikar mættu áræðnari í seinni hálfleikinn og minnkaði Daninn Thomas Mikkelsen muninn á 70. mínútu. Heimamenn náðu hins vegar ekki að fylgja þessu eftir og gerði Acoff út um leikinn fyrir Val á 82. mínútu.

Lokatölur 3-1 fyrir Val í Kópavoginum og eru meistararnir í sterkri stöðu. Liðið á eftir að spila við Stjörnuna, leik sem gæti skorið úr um það hver verður meistari. Valur er á toppnum með 35 stig, Breiðablik með 34 stig og Stjarnan 32. Valur og Stjarnan eiga leik inni á Breiðablik.

Stjarnan og Valur mætast 29. ágúst, en Breiðablik og Stjarnan spila 25. ágúst.

Breiðablik 1 - 3 Valur
0-1 Patrick Pedersen ('34 , víti)
0-2 Patrick Pedersen ('45 )
1-2 Thomas Mikkelsen ('70 )
1-3 Dion Jeremy Acoff ('82 )
Lestu nánar um leikinn

Dramatískt jöfnunarmark í Grafarvogi
Í hinum leik kvöldsins spiluðu Fjölnir og Víkingur í fallbaráttuslag.

Það var eitt mark skorað í fyrri hálfleiknum í Grafarvogi og það gerði Ægir Jarl Jónasson fyrir heimamenn.

Í seinni hálfleik sneri Víkingur leiknum við. Rick Ten Voorde, sem hefur ollið vonbrigðum í sumar, jafnaði metin á 53. mínútu. Á 69. mínútu dró til tíðinda þegar Einar Ingi, dómari, flautaði vítaspyrnu fyrir Fjölni. Einar Ingi beið í dágóða stund áður en hann flautaði. Þórir Guðjónsson steig á punktinn fyrir Fjölni en Andreas Larsen varði frábærlega frá honum.

Nokkrum mínútum eftir vítaspyrnuklúðrið skoraði Arnþór Ingi Kristinsson og það stefndi í það yrði sigurmarkið í leiknum. Guðmundur Karl Guðmundsson tók sig hins vegar til og jafnaði metin þegar sáralítið var eftir.

Lokatölur 2-2! Fjölnir kemst upp úr fallsæti og er með 16 stig, en Víkingur kemst í 19 stig og er þremur stigum frá fallsæti. Fjölnir og Fylkir eru með bæði með 16 stig, en Keflavík er með fjögur stig.

Fjölnir 2 - 2 Víkingur R.
1-0 Ægir Jarl Jónasson ('36 )
1-1 Rick Ten Voorde ('53 )
1-1 Þórir Guðjónsson ('69 , misnotað víti)
1-2 Arnþór Ingi Kristinsson ('73 )
2-2 Guðmundur Karl Guðmundsson ('90)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner