mán 20. ágúst 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Sarri: Ég gæti hætt að reykja í 1-2 ár
Í fyrsta leik tímabilsins ákvað Sarri að tyggja sígarettu á hliðarlínunni þar sem hann mátti ekki kveikja í.
Í fyrsta leik tímabilsins ákvað Sarri að tyggja sígarettu á hliðarlínunni þar sem hann mátti ekki kveikja í.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, er stórreykingamaður en á Ítalíu var hann vanur því að kveikja í sígarettu á varamannabekknum þegar hann stýrði Napoli.

Á Englandi má Sarri ekki reykja á hliðarlínunni og hann var spurður að því eftir 3-2 sigurinn á Arsenal í fyrradag hvort að hann fái sér sígarettu í hálfleik eða strax eftir leiki.

„Nei, ég held að ég reyki í kvöld," svaraði Sarri að bragði.

Sarri hafði lítinn áhuga á að ræða reykingar sínar við enska fjölmiðlamenn en sagði þó: „Ég ætla að hætta að reykja í eitt eða tvö ár. Síðan byrja ég aftur."

Óvíst er hvort Sarri hafi verið að grínast eða hvort hann ætli að reyna að draga úr reykingunum á meðan á tíma sínum á Englandi stendur.

Sjá einnig:
Mynd: Sarri tuggði sígarettu á hliðarlínunni
Athugasemdir
banner
banner
banner