mán 20. ágúst 2018 16:15
Elvar Geir Magnússon
Selma Sól byrjar af krafti í Bandaríkjunum - Skoraði í gær
Selma í leik með Breiðabliki.
Selma í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hin tvítuga Selma Sól Magnúsdóttir fer virkilega vel af stað í bandaríska háskólaboltanum.

Hún átti stoðsendingu í sínum fyrsta leik og skoraði í öðrum leiknum í gær. Markið má sjá hér að neðan.


Selma spilaði með Breiðabliki áður en hún hélt í háskólalið South Carolina. Fastlega er gert ráð fyrir að liðið berjist um meistaratitilinn en yfir 2.000 áhorfendur eru á hverjum heimaleik liðsins.

Selma á sex landsleiki að baki og var valin í landsliðshópinn sem kynntur var í dag. Ísland mætir Þýskalandi og Tékklandi í baráttu um að komast á HM.

Athugasemdir
banner
banner
banner