Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 20. ágúst 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
„Silva getur náð því besta úr Gylfa"
Gylfi í leiknum á laugardaginn.
Gylfi í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson átti mjög góðan dag þegar Everton lagði Southampton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Chris Beesley hjá Liverpool Echo fór ítarlega yfir stöðu Gylfa hjá Everton í pistli í gær.

Gylfi var keyptur á metfé til Everton síðastliðið sumar. Þar sem Wayne Rooney var einnig hjá Everton þá var Gylfi oft á kantinum í stað þess að spila á miðjunni fyrir aftan framherja.

Rooney fór í sumar til DC United í Bandaríkjunum og um helgina var Gylfi fremstur á miðjunni hjá Everton. Idrissa Gueye og Morgan Schneiderlin léku fyrir aftan hann á miðjunni og á köntunum voru Richarlison og Theo Walcott. Cenk Tosun var síðan fremstur.

Gylfi sýndi góða takta í leiknum og lagði meðal annars upp dauðafæri fyrir Walcott í síðari hálfleik. Marco Silva, sem tók við Everton í sumar, virðist ætla að spila Gylfa í réttri stöðu í vetur.

„Fyrstu teikn benda til þess að Silva geti verið lykillinn í að ná því besta fram hjá Sigurðssyni og ef hann nær því þá gæti Everton átt mun betri tímabil í vetur heldur en á síðasta tímabili," skrifar Beesley meðal annars í pistli sínum.
Athugasemdir
banner