Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. ágúst 2018 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Atletico Madrid tapaði stigum í 1. umferð
Mynd: Getty Images
Fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar er lokið. Atletico Madrid, sem sigraði nágranna sína í Real Madrid í Ofurbikar Evrópu í síðustu viku, tapaði stigum í kvöld.

Atletico heimsótti Valencia og var með 1-0 forystu í hálfleik eftir mark Argentínumannsins Angel Correa. Spænski sóknarmaðurinn Rodrigo jafnaði fyrir Valencia snemma í seinni hálfleiknum og þar við sat.

Lokatölur á Mestalla 1-1 en bæði lið stefna á að veita Barcelona og Real Madrid samkeppni.

Í hinum leik kvöldsins hafði Athletic Bilbao betur gegn Leganes á heimavelli. Iker Muniain skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara kvöldsins.

Athletic 2 - 1 Leganes
1-0 Peru Nolaskoain ('27 )
1-1 Jonathan Silva ('33 )
2-1 Iker Muniain ('90 )

Valencia 1 - 1 Atletico Madrid
0-1 Angel Correa ('26 )
1-1 Rodrigo Moreno ('56 )
Athugasemdir
banner
banner
banner