Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. ágúst 2018 10:08
Elvar Geir Magnússon
Versta mæting á heimaleik Real Madrid í tíu ár
Real Madrid fékk ekki þann áhorfendafjölda sem félagið vildi en fékk þó þrjú stig.
Real Madrid fékk ekki þann áhorfendafjölda sem félagið vildi en fékk þó þrjú stig.
Mynd: Getty Images
Viðvörunarbjöllur hringja á skrifstofu Real Madrid eftir dapra mætingu á heimaleik gegn Getafe í gær.

Minni spenna virðist fyrir Real Madrid en oftast áður, meðal annars þar sem langskærasta stjarna liðsins síðustu ár, Cristiano Ronaldo, er horfinn á braut. Leikvangurinn var aðeins hálfsetinn gegn Getafe en Real vann leikinn 2-0.

Aðeins 48.466 áhorfendur voru á fyrsta leik Real Madrid á tímabilinu.

Síðast þegar Real spilaði fyrir framan svona fáa áhorfendur á Santiago Bernabeu var síðasti heimaleikur tímabilsins 2008-09. Um sumarið ákvað síðan Real Madrid að slá heimsmet með kaupum á Ronaldo frá Manchester United, í júní 2009.

Ronaldo var næstu níu ár hjá félaginu og vann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænska meistaratitilinn tvívegis.

Real Madrid hefur ekki fengið inn nýjan kraft í sóknarleikinn eftir brotthvarf Ronaldo. Enginn getur fyllt hans skarð algörlega en hann gerði 450 mörk í 438 leikjum fyrir Real Madrid. Marco Asensio, Karim Benzema og Gareth Bale voru í fremstu víglínu í gær.

Brotthvarf Ronaldo er samt ekki eini þátturinn í því að svona mörg tóm sæti voru á Bernabeu. Leikurinn var seint að kveldi og það hindraði marga yngri stuðningsmenn í að mæta. Þá var enginn nýr leikmaður í byrjunarliði Real Madrid og því engin „ný andlit í sýningunni".

Stuðningsmenn þurfa að bíða í allavega viku eftir að sá Thibaut Courtois sem valinn var besti markvörður HM. Þá var hinn ungi og spennandi Vinicius Junior á bekknum.
Athugasemdir
banner