Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. september 2018 13:00
Fótbolti.net
Hófið - Friðar eða ófriðardúfur?
Halldór Páll Geirsson í baráttu við Patrick Pedersen framherja Vals.
Halldór Páll Geirsson í baráttu við Patrick Pedersen framherja Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Einar Ingi Jóhannsson, dómari, í stórræðum í leik Víkings R. og FH.
Einar Ingi Jóhannsson, dómari, í stórræðum í leik Víkings R. og FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR-ingar fagna gegn Keflavík.
KR-ingar fagna gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gulli Gull fékk sjaldséð rautt spjald fyrir að brjóta á Ragnari Braga Sveinssyni sem var sloppinn í gegn.
Gulli Gull fékk sjaldséð rautt spjald fyrir að brjóta á Ragnari Braga Sveinssyni sem var sloppinn í gegn.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gulli er rekinn í sturtu.
Gulli er rekinn í sturtu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ungir markverðir fylgdu liðum Vals og ÍBV inn á völl.
Ungir markverðir fylgdu liðum Vals og ÍBV inn á völl.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Spennan um Íslandsmeistaratitilinn minnkaði en spennan í fallbaráttunni jókst í 20. umferðinni í Pepsi-deild karla. Hér að neðan förum við yfir umferðina á líflegan hátt.

Sjá einnig:
Innkastið - Leigubílasögur og bikar á loft

Það sem Lucas lærði: Eftir hverja umferð gefur Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, sitt álit á því sem stóð upp úr.

„Þetta hefur verið ógleymanleg vika í Pepsi-deildinni af mörgum ástæðum. Stjarnan lyfti bikarnum, Valur náði að kom annarri höndinni á titilinn og Fjölnir vann í botnbaráttunni. Það sem ég vil tala um hins vegar er FH."

„Hvað er planið? Ef maður á að trúa sögusögnum þá er hálfur hópurinn á förum eftir komandi tímabil. Þá þarf að endurbyggja hópinn aftur og þetta líkist alltof mikið tíma Moyes hjá Manchester United. Hefur Ólafur unnið skelfilegt starf? Nei. Hefur hann unnið gott starf? Nei. Að mínu mati eru hendur hans að vissu leyti bundnar en hann þarf að taka einhverja ábyrgð. Ég sé ekki framfarirnar sem talað er um. 5-3-2 leikkerfi er ekki leiðin fram á við fyrir lið eins og FH."

„Ástæðan fyrir því að ég tala um þetta er auðvitað út af 1-1 jafntefli FH gegn Vikes á útivelli þar sem vantaði ástríðu frekar en nokkuð annað. Kannski er þetta hart gegn FH en ég vil að þeim gangi vel. Ég vil að þeir séu öflugir í Evrópukeppni og þeir geta það ekki nema með miklum breytingum. Sjáum hvort þeir geri eitthvað til að trufla Val í 21. umferðinni."


Ekki lið umferðarinnar:


Leikur umferðarinnar: Margir áhugaverðir leikir í umferðinni en 5-1 sigur Vals á ÍBV stendur upp úr. Íslandsmeistararnir stigu stórt skref í átt að því að verja titilinn með mögnuðum síðari hálfleik.

Markvarsla umferðarinnar: Arnór Gauti Ragnarsson, sóknarmaður Breiðabliks, spilaði síðustu mínúturnar í markinu gegn Fylki eftir að Gunnleifur Gunnleifsson fékk rauða spjaldið. Arnór varði með annars aukaspyrnu Daða Ólafssonar á skemmtilegan hátt með fótunum.

Dómari umferðarinnar: Helgi Mikael Jónasson átti flottan dag í leik KR og Keflavíkur og fékk 9 í skýrslunni. „Helgi Mikael var bara geggjaður í þessum leik. Góð lína og hann leyfði leiknum að fljóta vel," sagði Kristófer Jónsson fréttaritari Fótbolta.net um frammistöðu Helga Mikaels.

Birta umferðarinnar: Ný flóðljós á Floridana-vellinum í Árbæ nýttust vel gegn Breiðabliki í gær og hægt var að hefja leik klukkan 19:15 vegna þeirra. Hins vegar á eftir að bæta lýsinguna í stúkunni á Floridana-vellinum fyrir áhorfendur.

Kjánaprik umferðarinnar: Pétur Viðarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í leik Víkings R. og FH. Seinna gula spjaldið fékk Pétur þegar hann var kominn af velli. Hann mótmælti þá því að ekki var dæmt mark þegar Hjörtur Logi Valgarðsson átti skot sem fór í slána og niður. Pétur var að fá sitt annað rauða spjald í sumar og verður því í banni í síðustu tveimur umferðunum.

Hreinskilni umferðarinnar: Ólafur Páll Snorrason, þjálfari FJölnis, var ekkert að fela það af hverju Birnir Snær Ingason var á bekknum gegn Grindavík. „Hann hefur bara ekki staðið sig nógu vel upp á síðkastið þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að setja hann á bekkinn," sagði Óli Palli í viðtali eftir leik.

Hrun umferðarinnar: ÍBV leiddi 1-0 gegn Íslandsmeisturum Vals í hálfleik á Origo-vellinum. Á tíu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks skoruðu Íslandsmeistararnir fjögur mörk og gengu frá leiknum.

Sálfræði umferðarinnar: Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, kom með áhugaverð ummæli eftir jafnteflið gegn KA. Stjarnan þarf að treysta á að Valur misstígi sig gegn FH og/eða Keflavík í lokaumferðunum. „Tölfræðilega er það hægt en það er mjög erfitt, Valur þarf að misstíga sitt allsvakalega til þess. Óli Jó sagði við mig að hann ætti bara einn leik eftir ekki tvo, fyrir honum er Keflavíkurleikurinn bara klárt mál en það er bara þannig. Við þurfum að klára okkar leiki til að eiga séns á þessu," sagði Rúnar Páll í viðtali eftir leik.

Viðburður umferðarinnar: Fyrir leik Víkings R. og FH var dúfum sleppt til að sýna fram á mikilvægi friðarins. Í leiknum sjálfum fengu FH-ingar tvö rauð spjöld. „Þetta voru greinilega einhverjar ófriðardúfur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, léttur að venju..

Næstum því mark umferðarinnar
William Daniels átti magnaða hjólhestaspyrnu gegn Fjölni og einungis munaði nokkrum sentimetrum að boltinn myndi fara í netið. Hefði mögulega orðið mark tímabilsins!

Góð umferð fyrir:

- Valsmenn sem tóku stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum
- Patrick Pedersen sem er orðinn markahæstur og getur náð markametinu í deildinni
- Breiðablik. Blikar svöruðu fyrir sig eftir tap í bikarúrslitum og gulltryggðu Evrópusæti með góðum sigri í Árbænum
- Fjölnismenn. Langþráður sigur hjá Grafarvogsliðinu og önnur lið í neðri hlutanum unnu ekki sína leiki. Vonin lifir.
- Pálma Rafn Pálmason og félaga í KR. Pálmi skoraði tvö og er kominn með ellefu mörk í Pepsi-deildinni í sumar í liði KR sem stefnir hraðbyri á Evrópusæti.

Vond umferð fyrir:

- Fylkismenn sem eru aftur komnir í bullandi fallhættu eftir 3-0 tapið gegn Blikum.
- Garðbæinga. Eftir frábæran sigur í Mjólkurbikarnum missteig Stjarnan sig í titilbaráttunni gegn KA á heimavelli.
- Pétur Viðarsson og Steven Lennon létu reka sig af velli gegn Víkingi R. fyrir kjaftbrúk. Báðir á leið í leikbann og Pétur spilar ekki meira með í sumar. Dýrkeypt.
- Eyjamenn. Eftir flottan fyrri hálfleik gegn Val hrundi leikur ÍBV í þeim síðari.

Twitter #Fotboltinet










Athugasemdir
banner
banner