Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 11:15
Fótbolti.net
Þrenna Tryggva: Svakalegur skellur fyrir FH
Mynd: Fótbolti.net
FH gerði jafntefli við Víking á sunnudaginn.
FH gerði jafntefli við Víking á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Tryggvi fylgdist vel með gangi mála í 20. umferðinni og hér að neðan má sjá punkta hans þaðan.



Patrick bankar á dyrnar á markametinu
Það stefndi í meiri spennu í toppbaráttunni þegar ÍBV var yfir gegn Valsmönnum. ÍBV var 1-0 yfir en síðan hrundi allt. Maður sá að Kristján Guðmunds var alls ekki sáttur við sína menn. Þetta voru virkilega flottar sóknir hjá Valsmönnum þó að maður setji spurningaerki við varnarleikinn hjá ÍBV. Patrick Pedersen skoraði þrennu og er kominn í 16 mörk. Þá verður maður að fara að tala um markametið, er það ekki? Tveir leikir eftir og hann er þremur mörkum frá metinu. Hann er vítaskytta liðsins og mun væntanlega fara fram á að taka allar aukaspyrnur og svoleiðis þegar hann sér að hann er farinn að narta í metið. Næsti leikur er erfiður á móti FH á útivelli og það verður spennandi að fylgjast með Patrick. Ég sagði fyrir 3-4 umferðum að hann væri maðurinn sem er að stýra stúkunni og hann hefur verið mjög drjúgur í síðustu umferðum.

Lítur ekki vel út í Krikanum
KR vann sinn leik meðan FH gerði einungis jafntefli. FH missti síðan Steven Lennon og Pétur Viðarsson út af með rautt spjald og þeir verða í leikbanni þegar Íslandsmeistara kandídatar Vals koma í heimsókn. Eins og staðan lítur út í dag þá lítur út fyrir að það verði ekkert Evrópuævintýri hjá FH næsta sumar. Það er svakalegur skellur fyrir lið sem hefur sett svona mikinn pening og afl í að gera sig að besta liði landsins en uppskera ekkert. Þetta er eins og staðan er í dag. KR gæti tapað og FH unnið og þá er þetta orðinn leikur aftur. Ef maður rýnir hins vegar í síðustu úrslit og allt fer eftir bókinni þá vinnur KR sinn leik og FH er að fara að mæta mjög sterku liði Vals. Þetta lítur ekki vel út í Krikanum í dag.

Fjölnir ennþá séns
Fallbaráttan varð aðeins meira spennandi með góðum Fjölnissigri um helgina. Ég talaði um að þessi leikur Fylkis og Fjölnis í lokaumferðinni myndi koma of seint fyrir Fjölni en þessi góði sigur um helgina gefur Grafarvogsliðinu von. Það verður sérstakt fyrir FJölni að fá Breiaðblik í heimsókn þar sem Gústi Gylfa mætir á gamlan heiamvöll þar sem hann gerði góða hluti. Fylkir mætir KR á útivelli og þetta eru erfiðir leikir fyrir bæði lið. Víkingur R. er ekki ennþá sloppið við fall og það verður spennandi að fylgjast með þessu.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner