Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 13:37
Magnús Már Einarsson
Emre Can: Við erum ekki konur
Emre Can.
Emre Can.
Mynd: Getty Images
Ummæli sem Emre Can, miðjumaður Juventus, lét falla eftir 2-0 sigur liðsins á Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi hafa vakið mikla reiði.

Crisitano Ronaldo var rekinn af velli í fyrri hálfleik eftir baráttu við Jeison Murillo, varnarmann Valencia.

Ummæli sem Can kom með um atvikið hafa vakið mikla reiði en hann hefur verið sakaður um kvenfyrirlitningu.

„Á þetta að vera rautt spjald? Ég heyrði að hann hafi sagt að þetta væri af því að hann togaði í hárið á honum. Við erum ekki konur. Við erum að spila fótbolta," sagði Can um rauða spjaldið hjá Roanldo í gær.

„Ef þú ert að gefa rautt spjald á þetta þá er hægt að setja rautt spjald á öll brot. Þetta er 100% ekki rautt spjald."

Sjá einnig:
Myndband: Ronaldo fékk rautt og fór grátandi af velli
„Ronaldo hefði ekki fengið rautt með VAR"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner