Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. september 2018 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Rangers náði í jafntefli á Spáni - Chelsea vann
Kyle Lafferty fagnar jöfnunarmarkinu sem skilaði dýrmætu stigi á útivelli gegn Villarreal.
Kyle Lafferty fagnar jöfnunarmarkinu sem skilaði dýrmætu stigi á útivelli gegn Villarreal.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrstu tólf leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni var að ljúka rétt í þessu og náði Steven Gerrard í frábær úrslit með Rangers.

Rangers hefur verið að gera mjög góða hluti á upphafi stjórnartíðar Gerrard og bjuggust ekki margir við því að Skotarnir gætu staðið í Villarreal í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Þeim skjátlaðist því gestirnir frá Glasgow spiluðu agaðan varnarleik og nýttu færin sín. Villarreal komst tvívegis yfir í leiknum en Scott Arfield og Kyle Lafferty gerðu jöfnunarmörkin.

Arnór Ingvi Traustason fékk tæpar 40 mínútur í tapi Malmö gegn Genk og sat Jón Guðni Fjóluson allan tímann á bekknum er Krasnodar sigraði Akhisar í Tyrklandi.

Willian gerði þá eina mark Chelsea á útivelli gegn PAOK, Sevilla skoraði fimm gegn Standard Liege og Eintracht Frankfurt hafði betur gegn Marseille sem komst í úrslitaleikinn á síðasta tímabili.

Lazio lagði Apollon Limassol, Besiktas hafði betur gegn Sarpsborg og Rapid frá Vínarborg sigraði Spartak frá Moskvu.

G-riðill:
Villarreal 2 - 2 Rangers
1-0 Carlos Bacca ('1 )
1-1 Scott Arfield ('67 )
2-1 Gerard Moreno ('69 )
2-2 Kyle Lafferty ('76 )

Rapid 2 - 0 Spartak
1-0 Mert Muldur ('50 )
2-0 Thomas Murg ('68 )

H-riðill:
b>Marseille 1 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Lucas Ocampos ('3 )
1-1 Lucas Torro ('52 )
1-2 Luka Jovic ('89 )
Rautt spjald:Jetro Willems, Frankfurt ('59)

Lazio 2 - 1 Apollon Limassol
1-0 Luis Alberto ('14 )
2-0 Ciro Immobile ('84 , víti)
2-1 Emilio Zelaya ('87 )

I-riðill:
Besiktas 3 - 1 Sarpsborg
1-0 Ryan Babel ('51 )
2-0 Enzo Roco ('69 )
3-0 Jeremain Lens ('82 )
3-1 Zachariassen ('94)

Genk 2 - 0 Malmo FF
1-0 Leandro Trossard ('37 )
2-0 Mbwana Samatta ('71 )

J-riðill:
Sevilla 5 - 1 Standard
1-0 Ever Banega ('9 )
1-1 Moussa Djenepo ('39 )
2-1 Franco Vazquez ('41 )
3-1 Wissam Ben Yedder ('49 )
4-1 Wissam Ben Yedder ('70 )
5-1 Ever Banega ('74 , víti)

Akhisar Bld genclik 0 - 1 FK Krasnodar
0-1 Viktor Claesson ('26 )

K-riðill:
Rennes 2 - 1 Jablonec
1-0 Ismaila Sarr ('31 )
1-1 Michal Travnik ('54 )
2-1 Hatem Ben Arfa ('90 , víti)

Dynamo K. 2 - 2 Astana
1-0 Viktor Tsygankov ('11 )
1-1 Marin Anicic ('21 )
2-1 Denys Garmash ('45 )
2-2 Roman Murtazaev ('90 )

L-riðill:
PAOK 0 - 1 Chelsea
0-1 Willian ('7 )

Vidi 0 - 2 BATE
0-1 Jasse Tuominen ('27 )
0-2 Yegor Filipenko ('85 )
Rautt spjald:Aleksandar Filipovic, BATE ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner