Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. september 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Faðir Aubameyang tekur við landsliði Gabon
Getur spilað undir stjórn pabba í landsliðinu.
Getur spilað undir stjórn pabba í landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Pierre Francois Aubameyang og Daniel Cousin hafa í sameiningu tekið við þjálfun landsliðs Gabon. Báðir eru þeir fyrrum landsliðsmenn Gabon.

Þeir taka við af Jose Antonio Camacho, fyrrum þjálfara spænska landsliðsins, en samningur hans hjá Gabon var að renna út.

Aubameyang er faðir Pierre-Emerick Aubameyang framherja Arsenal. Pierre-Emerick er landsliðsmaður Gabon en hann hefur skorað 24 mörk í 57 landsleikjum á ferlinum.

Cousin lék á ferli sínum meðal annars með Hull og Rangers en hann lagði skóna á hilluna árið 2012.

Aubameyang og Cousin eiga nú að reyna að koma landsliði Gabon á Afríkumótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner