Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Stórt stig fyrir okkur
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard hefur farið feykilega vel af stað við stjórnvölinn hjá Rangers og náðu hans menn jafntefli gegn Villarreal í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld.

Gestirnir frá Glasgow lentu undir eftir tæpa mínútu af leiknum en voru agaðir, héldu haus og náðu að jafna í síðari hálfleik.

Heimamenn komust strax aftur yfir en Rangers gáfust ekki upp, heldur skoraði norður-írski sóknarmaðurinn Kyle Lafferty annað jöfnunarmark og lokatölur 2-2.

„Þetta eru stór úrslit fyrir okkur. Af minni reynslu þá er afar mikilvægt að ná í stig á útivelli í Evrópukeppnum," sagði Gerrard við BT Sport að leikslokum.

„Auðvitað komum við hingað til að vinna og það tókst næstum því þegar Scott Arfield komst nálægt því að skora undir lokin. En við hefðum líka getað tapað þannig við erum sáttir með stig.

„Þetta er stórt stig fyrir okkur og ef við náum að vinna næsta leik sem er á heimavelli þá erum við í frábærri stöðu í riðlinum."


Næsti leikur er gegn Rapid Vienna 4. október. Rapid vann Spartak Moskvu 2-0 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner