Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. september 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Hafsteinn Briem verður klár í slaginn með HK næsta vor
Hafsteinn í leik
Hafsteinn í leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK-ingar vonast til að varnar og miðjumaðurinn Hafsteinn Briem nái stærstum hluta næsta sumars í Pepsi-deildinni. Hafsteinn sleit krossband í leik gegn Selfyssingum snemma sumars og hefur verið fjarverandi síðan.

„Staðan er ágæt eins og hún er í dag. Þetta eru erfið meiðsli sem taka tíma. Ég vona að hann verið kominn af stað í apríl en síðan verður að koma í ljós hvenær hann verður leikhæfur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Hafsteinn sneri aftur í uppeldisfélag sitt HK síðastliðið haust eftir að hafa áður leikið með Haukum, Val, Fram og ÍBV.

„Þetta var mjög leiðinlegt fyrir hann. Hann er mjög góður leikmaður. Hann hefur tæklað þetta mjög vel síðan þetta gerðist. Hann hefur verið mikið í kringum okkur. Hann hefur farið í annað hluverk í að halda hópnum saman og hann hefur verið mjög flottur í því," sagði Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, í Miðjunni.

Sjá einnig:
Miðjan - Brynjar Björn og Leifur ræða um árangur HK
Athugasemdir
banner
banner
banner