Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimslistinn: Ísland niður um fjögur sæti
Belgar með Frökkum á toppnum
Icelandair
Ísland er í 36. sæti en Belgar hoppa á toppinn með Frökkum.
Ísland er í 36. sæti en Belgar hoppa á toppinn með Frökkum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Íslenska landsliðið fellur niður um fjögur sæti á nýjum heimslista FIFA sem var kynntur í dag. Ísland er nú í 36. sæti listans eftir að hafa verið í 22. sæti fyrir HM í sumar.

Ísland tapaði 6-0 gegn Sviss og 3-0 gegn Belgíu í fyrstu leikjunum í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum.

Belgar hoppa á toppinn þar sem þeir eru jafnir í Frökkum. Þetta er í fyrsta skipti í 25 ára sögu listans sem tvö lið sitja jöfn á toppnum.

Heimslistinn
1-2. Frakkland
1-2. Belgía
3. Brasilía
4. Króatía
5. Úrúgvæ
6. England
7. Portúgal
8. Sviss
9. Spánn
10. Danmörk
11. Argentína
12-13. Síle
12-13. Þýskaland
14. Kolumbía
15-16. Svíþjóð
15-16. Holland
17. Holland
18. Pólland
19. Wales
20. Ítalía
21. Perú
22. Bandaríkin
23. Túnís
24. Austurríki
25. Senegal
26. Slóvakía
27. Rúmenía
28. Norður-Írland
29. Úkraína
30. Írland
31. Paragvæ
32. Venesúela
33. Íran
34. Bosnía og Hersegóvína
35. Serbía
36. Ísland
37. Kosta Ríka
38. Tyrkland
39. Skotland
40. Kongó
Athugasemdir
banner
banner
banner