Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Leifur Andri: Skil ekki af hverju margir kvarta yfir Kórnum
Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK í baráttunni í leik inni í Kórnum.
Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK í baráttunni í leik inni í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru margir sem kvarta yfir Kórnum en ég skil ekki af hverju. Það er mjög þægilegt að vera þarna," sagði Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK , í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

HK verður næsta sumar fyrsta félagið í sögu efstu deildar til að spila alla heimaleiki sína innan dyra. HK hefur frá árinu 2014 verið með Kórinn sem heimavöll sinn.

Leifur segir að andstæðingar hafi oft pirrað sig á því að sumrin að fara inn í Kórinn að spila.

„Það hefur svolítið verið þannig en við höfum nýtt okkur það vel. Það hafa komið nýir leikmenn í HK og það fyrsta sem þeir spyraj er hvernig er að spila þarna. Ég hef sagt þeim að það verði skemmtilegt eftir nokkra mánuði og það hefur verið þannig."

„Ég hef verið þarna heillengi og mér finnst töluvert betra að vera þarna heldur en að vera úti. Mér finnst ekki skemmtilegt að spila fótbolta þegar er rok og það hefur mikil áhrif á flugið á boltanum. Maður veit að hverju maður kemur þarna í Kórnum."

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, tekur í sama streng og Leifur.

„Mér finnst þetta vera algjör snilld. Ég hef verið úti á gervigrasi hjá Stjörnunni í janúar og febrúar og það er ekki það skemmtilegasta. Ég vissi ekki fyrirfram hvernig yrði að spila inni þegar tímabilið er en það hefur reynst okkur vel. Þú þarft ekki að taka rok og rigningu inn í reikninginn. Umgjörðin er mjög góð. Þegar grasið er rakt þá eru þetta topp aðstæður."

Völlur og stúka fyrir utan Kórinn í framtíðinni?
Áætlanir voru um að byggja stúku og grasvöll við Kórinn og hafa það sem aðalvöll HK í framtíðinni.

„Það vantar klárlega svæði. Það er frábært að vera með hús en það er bara einn völlur. Ég held að við séum að nálgast 1000 iðkendur í félaginu og það vantar æfingavelli fyrir þessa iðkendur. Kópavogsbær þarf að fara að hysja upp um sig. Það voru plön um að hafa stúku og gras fyrir utan Kórinn. Þau plön eru sennilega ennþá til og ég væri til í að sjá það í framtíðinni. Ég væri reyndar til í að hafa það frekar gervigras, fyrir allan fjöldan sem er að æfa þarna," sagði Brynjar Björn í Miðjunni.

Sjá einnig:
Miðjan - Brynjar Björn og Leifur ræða um árangur HK
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner