Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Manchester liðin berjast - Lovren í fangelsi?
Powerade
Lucas Paqueta er eftirsóttur.
Lucas Paqueta er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Banega er orðaður við Arsenal.
Banega er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren gæti verið á leið í fangelsi.
Dejan Lovren gæti verið á leið í fangelsi.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru að sjálfsögðu með nóg af slúðri í dag eins og aðra daga.



Manchester United, Liverpool og Manchester City eru öll ásamt Barcelona og PSG að berjast um Lucas Paqueta (21) miðjumann Flamengo. (Le10Sport)

Arsenal ætlar að reyna að fa Ever Banega (30) miðjumann Sevilla til að auka samkeppnina á miðjunni hjá sér. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist ennþá hafa áhuga á framherjanum Keita Balde (23) sem er í dag í láni hjá Inter frá Mónakó. (Goal)

Nicolas Pepe (23) kantmaður Lille er á óskalista Manchester United en Southampton reyndi að fá hann í sínar raðir í sumar án árangurs. (Telefoot)

Willian (30) segist aldrei hafa stefnt á að fara frá Chelsea í sumar þrátt fyrir áhuga frá Manchester United og Barcelona. (Express)

Marcus Rashford (20), framherji Manchester United, er á einkaæfingum hjá Romelu Lukaku (25) eftir æfingar. Lukuaku hefur tekið Rashford að sér og þeir taka aukaæfingar saman. (Metro)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, sendi Steve Holland aðstoðarmann sinn til að fylgjast með Jack Grealish miðjumanni Aston Villa í leik gegn Rotherham á þriðjudaginn. Grealish gæti verið valinn í enska landsliðið á næstunni. (Birmingham Mail)

Southgate er einnig að skoða Conor Coady (25) varnarmann og fyrirliða Wolves. (Mirror)

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Króatíu fyrir að segja ósátt í réttarhöldum. Hann neitar ákærunni. (Guardian)

Aston Villa og Watford eru bæði að skoða Gary Cahill (32) varnarmann Chelsea en hann verður samningslaus næsta sumar. (Sportwitness)

Cristiano Ronaldo (33) segir að það verði erfitt fyrir átta ára son sinn að ná sömu getu og hann sjálfur í fótbolta. (Sun)

Tottenham hefur blásið á sögusagnir þess efnis að nýr leikvangur félagsins verði ekki tilbúinn fyrir byrjun 2019. (Sky Sports)

Nokkrir leikmenn Tottenham vilja fá fleiri frídaga frá æfingum en þeir telja að slakt gengi liðsins að undanförnu megi rekja til líkamlegrar og andlegrar þreytu. (Times)

Raul Sanllehi, nýr yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal, vill fá Cristian Pavon (22) kantmann Boca Juniors. (Football London)

Aymeric Laporte (24), varnarmaður Manchester City, ætlar áfram að gefa kost á sér í franska landsliðið þrátt fyrir sögusagnir um að hann gæti farið í spænska landsliðið. (Manchester Evening News)

Petr Cech (36) markvörður Arsenal segist vera að spila fyrir framtíð sína hjá félaginu en hann verður samningslaus næsta sumar. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner