Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Lovren kærður fyrir meinsæri
Vladimir Putin veitti Lovren silfurmedalíuna á HM.
Vladimir Putin veitti Lovren silfurmedalíuna á HM.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren hefur verið kærður fyrir meinsæri eftir réttarhöld í Króatíu þar sem hann og Luka Modric voru meðal þeirra sem báru vitni.

Réttarhöldin snúast um fjárdrátt afar voldugra manna sem voru eitt sinn háttsettir innan knattspyrnufélagsins Dinamo Zagreb. Zdravko Mamic, höfuðpaurinn í málinu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Dinamo, var dæmdur í sex ára fangelsi en flúði land og býr nú í Bosníu.

Modric og Lovren sögðust ekki búa yfir upplýsingum úr málinu en króatíska þjóðin telur þá báða vera að ljúga, enda vilji þeir ekki koma höggi á Mamic og bræður hans sem eru afar vel tengdir innan króatíska glæpaheimsins.

Saksóknarinn ákvað í kjölfarið að kæra bæði Modric og Lovren fyrir meinsæri, hann telur þá hafa logið í réttarhöldunum. Modric var kærður í mars en kæran á Lovren er nýlega gefin út.

Vægsti dómur fyrir meinsæri í Króatíu er sex mánaða fangelsisvist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner