Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. september 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Pabbi Milner bannaði honum að klæðast rauðu
Í rauðu.
Í rauðu.
Mynd: Getty Images
James Milner, leikmaður Liverpool, hefur greint frá því að faðir hans hafi bannað honum að klæðast rauðum fötum í æsku.

Milner ólst upp hjá Leeds en þar á bæ eru erkifjendurnir Manchester United.

„Stuðningsmenn Leeds alast upp við að kunna ekki vel við Manchester United. Það eru erkifjendur svo ég mátti ekki klæðast rauðu," sagði MIlner.

„Ég átti engar rauðar treyjur eða neitt. Ég klæddist örugglega rauðu í fyrsta skipti með enska landsliðinu (varabúningi)."

„Faðir minn grínaðist þegar ég skrifaði undir við Liverpool að þetta væri í fyrsta skipti sem hann væri ánægður með að sjá mig í rauðu."

Athugasemdir
banner
banner