Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. september 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Pogba þakkar Mourinho fyrir að fá að taka vítaspyrnurnar
Pogba fagnar marki í gær.
Pogba fagnar marki í gær.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur þakkað Jose Mourinho og liðsfélögum sínum fyrir að fá áfram traustið til að taka vítaspyrnur.

Pogba skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Young Boys í Meistaradeildinni í gær en síðara mark hans kom úr vítaspyrn.

Joe Hart, markvörður Burnley, varði vítaspyrnu frá Pogba á dögunum en Frakkinn fékk að halda áfram sem vítaskytta þrátt fyrir það.

„ Ég var ekki í vafa um að taka vítaspyrnuna. Ég vissi að ég klikkaði síðast. Joe náði mér þá en ég geri ekki sömu mistök aftur," sagði Pogba.

„Ég var með sjálfstraust og fékk líka traust leikmanna sem létu mig taka það. Ég tel að ég ætti að þakka þeim fyrir þetta sem og stjóranum. Hann leyfði mér að taka spyrnuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner