Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. september 2018 09:40
Magnús Már Einarsson
Ronaldo gæti misst af endurkomunni á Old Trafford
Svekktur.
Svekktur.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, gæti misst af því að mæta sínum gömlu félögum í Manchester United á Old Trafford þann 23. október næstkomandi.

Ronaldo fékk beint rautt spjald frá Felix Brych dómara í leik Juventus og Valencia í gærkvöldi. Ronaldo fer sjálfkrafa í eins leiks bann sem þýðir að hann verður ekki með Juventus í næsta leik gegn Young Boys.

UEFA bíður eftir skýrslu frá Brych dómara og eftir það verður ákveðið hvort leikbann Ronaldo verður lengra.

Ef hann fær tveggja leikja bann þá missir Portúgalinn af leiknum á Old Trafford. Þriggja leikja bann myndi þýða að hann myndi líka missa af síðari leiknum gegn Manchester United þann 7. nóvember.

Sjá einnig:
Myndband: Ronaldo fékk rautt og fór grátandi af velli
„Ronaldo hefði ekki fengið rautt með VAR"

Athugasemdir
banner
banner
banner