Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. september 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjö leikmenn sem féllu komu við sögu í Meistaradeildinni
Sturridge skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu.
Sturridge skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór fram í vikunni. Þar mættu öll helstu stórveldi Evrópu til leiks og því kemur á óvart að sjö leikmenn sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni í vor komu við sögu.

Þrír þeirra spiluðu í 3-2 sigri Liverpool gegn Paris Saint-Germain. Daniel Sturridge, sem féll á láni hjá West Bromwich Albion, skoraði í leiknum og komu Xherdan Shaqiri og Eric Maxim Choupo-Moting, sem féllu með Stoke, einnig við sögu.

Nacer Chadli og Grzegorz Krychowiak, sem féllu með West Brom, voru í byrjunarliðum Mónakó og Lokomotiv Moskvu sem töpuðu bæði. Mónakó tapaði fyrir Atletico Madrid á meðan Lokomotiv átti ekki roð í Galatasaray.

Badou Ndiaye, á láni frá Stoke, var í sigurliði Galatasaray og þá spilaði Renato Sanches, sem var á láni hjá Swansea í fyrra, í sigri Bayern gegn Benfica.

Lee Grant, þriðji markvörður Manchester United, og Jese Rodriguez, sem var ekki í hóp hjá PSG gegn Liverpool, gætu einnig komið við sögu í Meistaradeildinni.

Til samanburðar eru aðeins tveir leikmenn sem féllu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, Roque Mesa hjá Sevilla og Gareth McAuley hjá Rangers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner