Nígeríski sóknarmaðurinn George Ilenikhena skoraði sigurmark Mónakó sem vann Barcelona 2-1 í gær. Þessi 18 ára leikmaður kom inn af bekknum og reyndist hetjan.
Lamine Yamal ungstirni Börsunga skoraði mark þeirra en það var Ilenikhena sem hirti fyrirsagnirnar í gær.
Lamine Yamal ungstirni Börsunga skoraði mark þeirra en það var Ilenikhena sem hirti fyrirsagnirnar í gær.
Ilenikhena setti met sem yngsti markaskorari Mónakó í Meistaradeildinni, 18 ára og 34 daga gamall. Það var enginn annar en Kylian Mbappe sem átti fyrra met (18 ára og 63 daga).
Þá er hann einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu keppninnar til að skora gegn sama andstæðingi í tveimur leikjum í röð en fyrir mismunandi lið. Hann gerði það fyrir Antwerpen í desember.
Yamal setti einnig met í gær, hann hefur leikið flesta Meistaradeildarleiki af öllum 17 ára og yngri.
Athugasemdir