Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. október 2018 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Aron Einar eins og hann hefði aldrei verið í burtu"
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson átti fantagóðan leik þegar Cardiff hafi betur gegn Fulham í nýliðaslag í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Cardiff, í fyrsta leik Arons.

Aron er að stíga upp úr meiðslum en stuðningsmenn Cardiff voru flestir, ef ekki allir, mjög ánægðir með frammistöðu hans.

Á vef Wales Online er búið að birta einkunnagjöf úr leiknum en þar fær landsliðsfyrirliðinn Aron Einar einkunnina 8. Aron fær líka mjög góða umsögn.

„Fyrsti byrjunarliðsleikur íslenska landsliðsmannsins á tímabilinu og það var eins og hann hefði aldrei verið í burtu," sagði Ben James, blaðamaður Wales Online, í umsögn sinni um Aron.

„Hann var yfirvegaður á boltann, hann vann sín skallaeinvígi og missti boltann sjaldan. Fyrsta langa innkasti tímabilsins var vel fagnað, með réttu."

Jóhann Berg Guðmundsson fékk 5 í einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína með Burnley í 5-0 tapi gegn Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner