lau 20. október 2018 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Bose-mótið hefst 15. nóvember - riðlarnir klárir
Breiðablik vann Bose mótið í fyrra.
Breiðablik vann Bose mótið í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hið árlega Bose-mót hefst 15. nóvember næstkomandi en að þessu sinni taka sex lið úr efstu deild þátt í mótinu sem svo lýkur í desember.

Bose-mótið markar árlega upphafið á undirbúningstímabilinu hjá íslensku liðunum áður en önnur mót hefjast eftir áramótin.

Liðin hafa oft nýtt mótið í að skoða leikmenn en frægasti leikmaðurinn sem hefur spilað í mótinu var Eiður Smári Guðjohnsen sem lék með Breiðabliki fyrir þremur árum.

Enn er unnið að því að raða mótinu upp á tímasetningar og leikstaði en þegar það er klárt verður það birt á Fótbolta.net.

Bose SleepBuds-riðillinn
Breiðablik
FH
HK

Bose QC35-riðillinn
KR
Víkingur
Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner