lau 20. október 2018 20:34
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Diego Jóhannessson í sigurliði - Mörg Íslendingalið áttu slæman dag
Diego Jóhannesson var í sigurliði
Diego Jóhannesson var í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Íslendingar hafi átt betri dag en margir þeirra voru í tapliði í dag í Evrópuboltanum.

Diego Jóhannesson og félagar hans í Real Oviedo sigruðu Osasuna 2-1 fyrr í dag, Diego lék í 86 mínútur áður en honum var skipt af velli. Real Oviedo er í 6. sæti spænsku 1. deildarinnar.

Í Belgíu byrjaði Ari Freyr Skúlason á varamannabekk Lokeren en hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks, Lokeren tapaði 2-1 fyrir Royal Antwerp. Lokeren er ekki í góðri stöðu, í næst neðsta sæti með 5 stig, með jafn mörg stig og botnliðið en markatala Ara og félaga er betri.

Guðlaugur Victor Pálsson gat ekki leikið með Zurich í dag vegna meiðsla en þeir gerðu 3-3 jafntefli við topplið Young Boys. Guðlaugur og félagar eru í 3. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar.

Ögmundur Kristinsson fékk á sig tvö mörk þegar AE Larissa tapaði 1-2 fyrir Lamia í kvöld. AE Larissa, lið Ögmundur er í 12. sæti grísku úrvalsdeildarinnar

Í Ungverjalandi töpuðu Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans í Ferencvaros 1-0 og Hólmar Örn var einnig í tapliði í Búlgaríu en Levski Sofia tapaði 2-1 fyrir Ludogorets í toppslag deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner