Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. október 2018 13:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Ótrúleg dramatík hjá Chelsea og Man Utd
United kom til baka en missti sigurinn á lokaandartökunum.
United kom til baka en missti sigurinn á lokaandartökunum.
Mynd: Getty Images
Barkley jafnaði fyrir Chelsea.
Barkley jafnaði fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 2 Manchester Utd
1-0 Antonio Rudiger ('21 )
1-1 Anthony Martial ('55 )
1-2 Anthony Martial ('73 )
2-2 Ross Barkley ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Þeir hlutlausu skemmtu sér eflaust konunglega yfir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var að klárast.

Eftir 21 mínútu komst Chelsea yfir þegar Antonio Rudiger skoraði með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Paul Pogba gleymdi sér í dekkningunni og Rudiger refsaði honum.

Chelsea var með tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik var 1-0 yfir að fyrri hálfleiknum loknum.

Í seinni hálfleik breyttist leikurinn mjög. Manchester United jafnaði á 55. mínútu og var það Anthony Martial sem gerði það. United komst meira og meira inn í leikinn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og fór svo að Martial skoraði aftur á 73. mínútu. Leikurinn gjörbreyttur og staðan orðin 2-1.


Chelsea fór í það að pressa stíft og sótti stanslaust síðustu mínúturnar. Leikurinn virtist ætla að enda með sigri gestanna en þegar nokkrar sekúndur voru eftir af uppbótartímanum skoraði Ross Barkley og jafnaði metin.

Þvílík dramatík en lokatölurnar 2-2 í þessum frábæra leik.

Hvað þýða þessi úrslit?
Chelsea er enn taplaust og er á toppi deildarinnar með 21 stig. United er með 14 stig í áttunda sæti.

Klukkan 14:00 eru sex leikir að hefjast. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin í þeim leikjum.



Athugasemdir
banner
banner