lau 20. október 2018 09:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Guardiola viðurkennir að Hart hefði getað verið áfram
Hart hefur verið öflugur með Burnley á tímabilinu..
Hart hefur verið öflugur með Burnley á tímabilinu..
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur viðurkenn að það gætu hafa verið mistök að losa sig við Joe Hart á sínum tíma.

Guardiola taldi sig ekki hafa not fyrir Hart hjá City eftir komu Claudio Bravo til félagsins frá Barcelona. Bravo stóð sig ekki vel hjá félaginu og Ederson endaði á því að taka sæti hans í liðinu. Hart var á sama tíma í vandræðum hjá Torino og West Ham. Hart mætir aftur á sinn gamla heimavöll um helgina og í aðdraganda leiksins hafði Pep nokkuð áhugavert að segja um leikmanninn.

„Ég veit að þetta var erfitt fyrir aðdáendur, fyrir fólkið. Hann var ótrúlegur markvörður og hefur náð árangri hjá félaginu. Þess vegna var ekki auðvelt fyrir mig að taka ákvörðun,” sagði Guardiola.

„Ég tek ekki alltaf ákvarðanir sem eru réttar. Ég hef gert góðar ákvarðanir á mínum verli og mjög slæmar líka, en þú verður að taka þetta á rétta augnablikinu og á rétta tímanum. Stundum tók ég ákvarðanir og sá eftir þeim. Þetta er svona, þetta gerist.”

„Það er engin vafi á því hversu mikilvægur hann var og er. Á morgun munum við sjá fólk kunna að meta hvað hann gerði fyrir félagið.”

Hart spilaði alls 348 leiki fyrir félagið eftir að hafa komið frá Shrewsbuy sem unglingur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner