Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. október 2018 09:41
Ingólfur Páll Ingólfsson
Jovic yngstur til að skora fimm - Fetar í fótspor Atla
Jovic sýndi geggjaða frammistöðu í gær.
Jovic sýndi geggjaða frammistöðu í gær.
Mynd: Getty Images
Luka Jovic sem spilar fyrir Eintracht Frankfurt skráði sig í sögubækurnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði fimm mörk fyrir liðið í sigri á Fortuna Dusseldorf.

Atli Eðvaldsson varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í þýsku Bundesligunni árið 1983. Robert Lewandowski fetaði síðar í fótspor hans og Jovic varð í gær þriðji erlendi leikmaðurinn til að afreka þetta í þýsku úrvalsdeildinni.

Jovic er nú sá yngsti til þess að skora fimm mörk í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni. Þessi 20 ára gamli leikmaður stal sviðsljósinu í sínum þriðja byrjunarliðsleik á þessu tímabili og hjálpaði liðinu að fara uppfyrir Bayern Munchen í sjötta sæti deildarinnar.

Jovic skoraði frábært mark á 26. mínútu og hélt svo áfram að raða inn mörkum í leiknum. Þessi leikmaður frá Serbíu var búinn að skora þrennu tíu mínútum eftir að flautað var til seinni hálfleiks. Hann kláraði síðan dæmið með tveimur mörkum áður en honum var skipt af velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner