lau 20. október 2018 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Klopp: Góður leikur hjá Huddersfield en ekki svo góður hjá okkur
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool heimsóttu Huddersfield í kvöld þar sem 0-1 sigur lærisveina hans var niðurstaðan.

Klopp viðurkenndi að hann væri ekkert allt of ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þrátt fyrir sigur.

„Þetta var góður leikur hjá Huddersfield en ekki svo góður hjá okkur, svo við tökum þessi stig með ánægju," sagði Klopp.

„Ég er ekki alltaf ánægður þrátt fyrir að við vinnum, þessi frammistaða var ekki 100%. Við hefðum þess vegna getað skorað sex eða sjö mörk, við komum okkur oft í góða stöðu en þá klikkaði loka sendingin."

„Við gerðum marga hluti vel en það vantaði alltaf upp á þessa síðustu sendingu, hvernig get ég útskýrt það? Ég þarf að horfa á leikinn aftur, leikmennirnir vönduðu sig ekki nægilega mikið við þessar sendingar."

Klopp var einnig spurður út í erfitt gengi Huddersfield á tímabilinu en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir fyrstu níu leikina.

„Ég hef séð flesta leiki Huddersfield og þeir eru búnir að spila á móti Liverpool, Chelsea, Manchester City, Tottenham, Leicester og Everton. Þetta er erfiðasta leikjatörn sem ég hef heyrt um."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner