Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. október 2018 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli
Fimmti leikurinn í röð án sigurs hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 2 Levante
0-1 Jose Luis Morales ('7 )
0-2 Roger Marti ('13 , víti)
1-2 Marcelo ('72 )

Það gengur hvorki né rekur hjá Real Madrid þessa daganna og styttist í það að Julen Lopetegui fái sparkið.

Real Madrid fékk Levante í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni og var byrjunin á leiknum hrikaleg fyrir Madrídinga. Jose Luis Morales kom Levante yfir eftir aðeins sjö mínútur og á 13. mínútu var staðan orðin 2-0. Rogert Marti skoraði þá úr vítaspyrnu.

Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Levante og áhorfendur á Santiago Bernabeu langflestir ósáttir.

Vinstri bakvörðurinn Marcelo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 72. mínútu, þetta var fyrsta mark Real í fjórum leikjum.

Stórveldið frá Madríd komst hins vegar ekki lengra og lokatölur 2-1 fyrir Levante. Mjög óvænt úrslit. Þetta er fimmti leikurinn í röð án sigurs hjá Real Madrid, þar af hafa fjórir verið tapleikir.

Real er með 14 stig í fimmta sæti en Levante er með 13 stig í sjöunda sætinu.



Athugasemdir
banner
banner