Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. október 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Suso segir að Inter hafi viljað fá sig
Suso hefur verið öflugur hjá AC Milan undanfarið.
Suso hefur verið öflugur hjá AC Milan undanfarið.
Mynd: Getty Images
Miðjumaður AC Milan, Suso hefur hellt olíu á eldinn fyrir leik liðsins gegn nágranna Inter og sagt að erkifjendurnir hafi haft áhuga á að semja við hann á sínum tíma.

„Þeir vildu fá mig árið 2017 en ég hugsaði aldrei um að skipta um félag,” sagði Suso.

Spánverjinn hefur verið einn besti leikmaður Milan á þessu tímabili, skorað tvö mörk og lagt upp sex mörk. Suso bætti við að hann hefði einnig verið á óskalista Barcelona og Manchester City.

AC Milan og Inter mætast í stórleik helgarinnar á sunnudagskvöld klukkan 18:30 en þessir nágrannaslagir eru oftar en ekki stórkostleg skemmtun. Inter hefur farið vel af stað á tímabilinu og er í 3. sæti deildarinnar með 16 stig. AC Milan er hinsvegar með fjórum stigum minna og situr í 10. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner