Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. október 2018 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Kári og félagar halda fast í toppsætið
Kári er að gera fína hluti í Tyrklandi.
Kári er að gera fína hluti í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Genclerbirligi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Adanaspor í tyrknesku B-deildinni í dag.

Kári hefur byrjað síðustu fjóra leiki liðsins og virðist vera kominn með fast sæti í byrjunarliðinu.

Það var ekkert skorað í leiknum í dag en Genclerbirligi er á toppnum í B-deildinni og stefnir á að spila í efstu deild á næstu leiktíð. Eftir leikinn í dag er Genclerbirligi með fimm stiga forystu á næsta lið, Boluspor sem á þó leik til góða.

Kári ekki búinn að segja sitt síðasta í landsliðinu
Kári er orðinn 36 ára og þegar hann ræddi við Fótbolta.net í Schruns í Austurríki í síðasta mánuði talaði hann um að hann væri kominn í annað hlutverk í landsliðinu, að hann myndi taka aftursætið og miðla reynslu sinni.

Hann staldraði hins vegar ekki lengi í því hlutverki því hann spilað bæði gegn Frakklandi og Sviss í síðasta landsliðsverkefni og gerði það býsna vel.

Kári er ekki búinn að segja sitt síðasta í landsliðinu, að minnsta kosti ekki strax.
Athugasemdir
banner
banner
banner