Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. október 2021 23:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ætlaði að byrja í meistaranámi en stökk til Malmö og varð sænskur meistari
Rosengård varð á sunnudag sænskur meistari.
Rosengård varð á sunnudag sænskur meistari.
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Hélt fyrst að það væri verið að ræða um möguleikann á því að ég færi þangað eftir þetta tímabil.
Hélt fyrst að það væri verið að ræða um möguleikann á því að ég færi þangað eftir þetta tímabil.
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Við höfðum ekkert hugmynd af þessu fyrr en leikurinn var flautaður af
Við höfðum ekkert hugmynd af þessu fyrr en leikurinn var flautaður af
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
 Ég mætti á fyrsta degi, ætlaði að sýna mig og standa mig og fékk sénsinn strax frá byrjun
Ég mætti á fyrsta degi, ætlaði að sýna mig og standa mig og fékk sénsinn strax frá byrjun
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Við gerðum hlutina saman og gerðum hlutina vel.
Við gerðum hlutina saman og gerðum hlutina vel.
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Þetta voru gríðarleg vonbrigði og maður er smá öfundsjúkur að sjá hin liðin spila á þeim stað sem maður gæti mögulega verið á sjálfur
Þetta voru gríðarleg vonbrigði og maður er smá öfundsjúkur að sjá hin liðin spila á þeim stað sem maður gæti mögulega verið á sjálfur
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Þurftum að stilla hausinn á deildina og vera vissar um að klára það verkefni saman
Þurftum að stilla hausinn á deildina og vera vissar um að klára það verkefni saman
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Ég setti pressu á mig á hverri æfingu, sama hversu einföld hún var og tók nokkrar aukaæfingar.
Ég setti pressu á mig á hverri æfingu, sama hversu einföld hún var og tók nokkrar aukaæfingar.
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Þegar leikurinn var flautaður af þá koma stelpurnar af bekknum og þjálfarinn hlaupandi inn á völlinn.
Þegar leikurinn var flautaður af þá koma stelpurnar af bekknum og þjálfarinn hlaupandi inn á völlinn.
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Ég talaði við skólann og það var ekki hægt að taka þetta í fjarnámi en þau sögðust skilja mig vel og að ég gæti komið seinna í skólann
Ég talaði við skólann og það var ekki hægt að taka þetta í fjarnámi en þau sögðust skilja mig vel og að ég gæti komið seinna í skólann
Mynd: Rosengård/Ursula Striner
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir varð á sunnudag sænskur meistari með Rosengård. Hún ræddi við Fótbolta.net á mánudag um árangurinn.

Guðrún gekk í raðir Rosengård frá Djurgården á miðju tímabili og stóð hálfu tímabili síðar uppi sem sænskur meistari. Hún var fengin til Rosengård þegar Glódís Perla Viggósdóttir var seld til Bayern Munchen. Á sunnudag vann Rosengård sigur og á sama tíma tapaði Häcken, liðið í öðru sætinu, stigum og sú niðurstaða þýddi að liðið getur ekki náð Rosengård að stigum.

Pældi ekki í þær gætu orðið meistarar á sunnudag
„Ég var á því að það væri mikilvægt að vinna og þá gætum við tryggt titilinn í næsta leik. Ég hafði ekki einu sinni pælt út í þann möguleika að við gætum tryggt þetta í gær. Mér finnst þetta ennþá svo ótrúlegt," sagði Guðrún.

Hvernig var stemningin eftir leikinn?

„Þegar leikurinn var flautaður af þá koma stelpurnar af bekknum og þjálfarinn hlaupandi inn á völlinn."

„Við sem vorum á vellinum vorum bara: 'Já, ok við unnum og það er geggjað og við erum skrefi nær'. Einhver kallaði: 'Við unnum!' og við svöruðum: 'Já, við vitum það, geggjað!' en þá kom svarið: 'Nei, við unnum allt! Við unnum deildina!'"

„Við sem vorum inn á byrjuðum þá að hoppa og fagna en enginn sem var inn á vissi af úrslitunum hjá Häcken. Við höfðum ekkert hugmynd af þessu fyrr en leikurinn var flautaður af. Maður vissi ekki hvernig maður átti að láta í gær."


Bjóst ekki við þessu en var mjög stolt
Tvískipt tímabil hjá þér, varst hjá Djurgården og keypt yfir til Rosengård á miðju tímabili. Myndiru segja að tímabilið hafi verið draumi líkast?

„Já, það má segja það. Í Djurgården var þetta önnur staða og maður var meira að berjast fyrir hlutunum, maður lærir mikið af því. Hjá Rosengård er svo umhverfi sem gert er til að leikmenn bæti sig. Ég er að taka skref í rétta átt með því, maður er í fótboltanum til þess að berjast um titla. Þetta er ljúft og þannig vill maður hafa þetta."

Hvernig komu þessi skipti til og kom þetta þér á óvart þegar þú fréttir af áhuga Rosengård?

„Þetta kom mér alveg mjög á óvart ef ég á að segja eins og er. Rosengård hafði samband og ég hélt fyrst að það væri verið að ræða um möguleikann á því að ég færi þangað eftir þetta tímabil. Ég hélt þetta væru bara einhverjar þreifingar en svo varð úr að þeir vildu fá mig strax. Þetta var þremur vikum áður en skiptin voru svo gerð opinber. Þegar ég talaði við umboðsmanninn sagði ég við hann að ef Rosengård hefur virkilega áhuga þá þarf að skoða þetta alvarlega. Ég bjóst ekki við þessu en var mjög stolt að fá þessa viðurkenningu."

„Ég ræddi við Glódísi og hún sagðist vita að þetta yrði geggjað."


Aldrei hægt að lofa byrjunarliðssæti
Það er ekkert sjálfsagt að verða fastamaður í byrjunarliði hjá nýju félagi. Hvernig er að upplifa það?

„Það er geggjað. Maður er auðvitað í þessu til þess að spila en eins og þú segir er ekki gefið að maður fari stax að spila þegar kemur inn í topplið. Ég mætti á fyrsta degi, ætlaði að sýna mig og standa mig og fékk sénsinn strax frá byrjun. Ég held ég hafi nýtt þann séns ágætlega."

Var það eitthvað rætt í viðræðunum að það væru líkur á því að þú yrðir í byrjunarliðinu?

„Nei, þeir töluðu bara um að þeir hefðu áhuga. Í fótbolta geturu aldrei lofað neinum byrjunarliðssæti, þetta fer allt eftir leikmanninum sjálfum og samkeppninni sem er á móti. Þeir sögðu mér ekkert um það og sögðu mér ekki heldur að Glódís væri að fara. Það var ekkert nefnt þó að ég væri kominn með hugmynd af því að það væri að gerast. Maður verður alltaf að vinna sér inn sæti í liðinu."

Hafði bara góða hluti um félagið að segja
Talandi um Glódísi, hvenær vissiru að hún væri á förum frá Rosengård?

„Það var í raun vinkona mín Olivia Schough, sem ég spilaði með hjá Djurgården, sem heyrði í mér og sagði að nafnið mitt hefði komið upp hjá Rosengård. Ég ræddi í raun ekkert við Glódísi um þetta. Ég hafði talað við hana áður í landsliðsferðum um lífið í Rosengård og hún hefur bara haft góða hluti um félagið að segja. Það sama má segja um Oliviu."

„Ég var með frekar góða mynd af því hversu gott umhverfi þetta væri og að þetta væri skref upp á við á mínum ferli. Ég ræddi þetta svo ekki við marga aðra en fjölskylduna áður en þetta gerðist, þetta gerðist líka frekar hratt."


Sjá einnig:
„Ekki af ástæðulausu sem hún var keypt í staðinn fyrir Glódísi"

Ætlaði að byrja í meistaranámi en námið gat beðið
Var aldrei spurning um að fara til Rosengård, var eitthvað sem þú varst hikandi með?

„Félögin þurftu að komast að samkomulagi þannig það tók smá tíma í upphafi. Þegar þetta kom upp og var búin að heyra aðeins í þeim þá vissi ég að þetta væri gott skref fyrir mig þannig ég ákvað að stökkva á það ef það myndi ganga í gegn. Það var ekki mikill efi allavega."

Ég var búinn að heyra af því að þú værir búinn að skrá þig í skóla og þú hefðir þurft að hætta við það vegna félagsskiptanna. Er eitthvað til í því?

„Já, ég var komin inn í Stockholm School of Economics og ætlaði að byrja í meistaranámi þar. Ég ætlaði að vera áfram í Stokkhólmi en mögulega ekki í Djurgården. Planið var að vera á því svæði og fara í þann skóla."

„Svo kom þetta upp hjá Rosengård og ég ræddi þetta við fjölskylduna. Niðurstaðan var sú að námið getur beðið. Ég talaði við skólann og það var ekki hægt að taka þetta í fjarnámi en þau sögðust skilja mig vel og að ég gæti komið seinna í skólann."

„Ég tók í raun Plan B og er í námi Stockholm University, þar get ég verið í fjarnámi út af covid þessa önnina. Svo stefni ég á að fara í meistaranám frá Bifröst í fjarnámi á næsta ári af því að ég get ekki haldið áfram í Stockholm University."


Guðrún er að læra stjórnun (e. Business Management).

„Ég er að reyna að nýta tímann í kringum fótboltann til að gera eitthvað að viti," sagði Guðrún létt.

Lærði mikið á erfiðu tímunum
Hvernig líturu á tímann hjá Djurgården. Ertu sátt með þá þróun sem varð á þínum ferli þar?

„Eins og ég hef sagt þá var tímabilið 2019 alls ekki gott, bæði hjá liðinu og hjá mér persónulega. Liðinu gekk rosa illa og ég var alls ekki góð að mínu mati. Ég var ekki í nægilega góðu standi og sjálfstraustið var lágt, maður var ekki eins og maður á að sér að vera. Ég var sett á bekkinn síðustu sex leiki tímabilsins og eins mikil klisja það er þá lærir maður ógeðslega mikið á erfiðu tímunum."

Sjá einnig:
Af parketinu í Torfnesi á eitt stærsta svið Evrópu - „Var alltaf rosalega feimin"

„Það tók við nýr þjálfari í lok 2019 og hann setti mig á bekkinn. Hann vildi halda mér hjá félaginu og hafði trú á mér. Ég ákvað að endursemja og rífa mig í gang. Ég gerði það held ég og tímabilið 2020 var miklu betra þótt við höfum aðeins verið að ströggla stigalega séð. Við vorum að spila vel en ekki að ná inn mörkunum."

„Á þeim tímapunkti fannst mér ég komin á þann stað að vera að taka skref fram á við eftir erfitt 2019. Ég náði að stimpla mig betur inn í deildina. Maður lærir mjög mikið af allskonar upplifunum og reynslu og ég lít á þetta sem mjög dýrmæta reynslu þótt sumir tímar hafi verið erfiðir og hjálpaði mér að taka skref fram á við."


Setti sjálf á sig pressu
Gerðiru eitthvað sérstakt til að komast í betra stand?

„Æfingarnar voru ekkert spes árið 2019, það var svolítið ábótavant í þeim efnum það tímabilið. Svo árið 2020 þá æfði ég meira og einbeitti mér að því að reyna bæta mig á hverri æfingu. Ég setti pressu á mig á hverri æfingu, sama hversu einföld hún var og tók nokkrar aukaæfingar. Það var í raun það sem ég gerði."

Smá öfundsjúk að sjá hin liðin spila
Rosengård er stórt félag í Svíþjóð og var t.d. í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði gegn Hoffenheim í einvígi um hvort liðið færi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hvernig er það fyrir félagið að komast ekki áfram á það stig keppninnar?

„Þetta voru gríðarleg vonbrigði, við sjálfar og félagið gerum þær kröfur að gera betur en þetta. Í fyrri leiknum gegn Hoffenheim fór allt út um gluggann sem við höfðum talað um fyrir leik. Við fengum svo á okkur þriðja markið í uppbótartíma sem setti okkur í erfiða stöðu."

„Við vorum samt ennþá staðráðnar í því að ef þær gátu skorað þrjú þá gætum við skorað þrjú og fórum til Þýskalands með það plan að komast áfram. Við náðum að skora þrjú en fengum þrjú á okkur. Mér finnst það ekki gefa alveg rétta mynd af þeim leik, mér fannst við betri en þær nýttu sín þrjú færi. Þetta voru gríðarleg vonbrigði og maður er smá öfundsjúkur að sjá hin liðin spila á þeim stað sem maður gæti mögulega verið á sjálfur."

„Þetta verður bara að fara í reynslubankann. Vonandi gefur þetta okkur meira hungur og meiri hvatningu til að fara áfram á næsta ári."


Sýndu allavega sitt rétt andlit
Var tekinn einhver fundur eftir einvígið þar sem farið er yfir hlutina og öll einbeiting sett á deildina?

„[Caroline] Seger kom eftir seinni leikinn og fór yfir stöðuna. Sagði að þetta hafi bara farið svona en í seinni leiknum sýndum við allavega okkar rétta andlit. Við gerðum hlutina saman og gerðum hlutina vel. Eins og hún sagði: 'Núna er bara fókus á deildina og ég vil fá að sjá þetta í hverjum einasta leik frá hverjum einasta leikmanni'."

„Það er ekki hægt að dvelja of lengi á þessu tapi, við gátum ekki breytt því eftir seinni leikinn og þurftum að stilla hausinn á deildina og vera vissar um að klára það verkefni saman,"
sagði Guðrún að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner