mið 20. október 2021 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Rashford byrjar - Pogba og Sancho á bekknum
Marcus Rashford og Ronaldo byrja báðir
Marcus Rashford og Ronaldo byrja báðir
Mynd: EPA
Thiago Silva er í vörn Chelsea gegn Malmö
Thiago Silva er í vörn Chelsea gegn Malmö
Mynd: EPA
Paul Pogba og Jadon Sancho eru báðir á bekknum hjá Manchester United sem mætir Atalanta á Old Trafford í F-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld.

Marcus Rashford er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Hann kom inná í síðasta leik gegn Leicester og skoraði.

Cristiano Ronaldo er einnig í liðinu en Pogba og Sancho taka sér sæti á bekknum.

Thiago Silva er þá í vörn Chelsea. Timo Werner og Romelu Lukaku leiða framlínu enska liðsins gegn Malmö í H-riðli.

Byrjunarlið Man Utd gegn Atalanta:De Gea; Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw; McTominay, Fred; Greenwood, Fernandes, Rashford; Ronaldo



Byrjunarlið Chelsea gegn Malmö: Mendy, Christensen, Silva, Rüdiger, Azpilicueta, Kante, Jorginho, Chilwell, Mount, Werner, Lukaku

Leikir kvöldsins:

F-riðill
19:00 Young Boys - Villarreal (Viaplay)
19:00 Man Utd - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)

E-riðill
19:00 Benfica - Bayern (Viaplay)

G-riðill
19:00 Lille - Sevilla (Stöð 2 Sport 4)

H-riðill
19:00 Zenit - Juventus (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Chelsea - Malmo FF (Viaplay)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner