mið 20. október 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Pressa á Solskjær að ná í sigur
Það er pressa á Solskjær.
Það er pressa á Solskjær.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður hálfnuð þegar þessum degi lýkur. Það eru átta leikir á dagskrá í fjórum mismunandi riðlum.

Það hefur mikið verið talað um slakt gengi Manchester United að undanförnu og það er komin pressa á stjórann Ole Gunnar Solskjær. United er með þrjú stig eftir tvo leiki og verður svo sannarlega heitt undir Solskjær ef liðinu tekst ekki að vinna Atalanta á heimavelli í kvöld.

Í sama riðli mætast Young Boys frá Sviss og Villarreal frá Spáni. Báðir leikir hefjast 19:00.

Chelsea tapaði síðast gegn Juventus, en í kvöld ætti liðið að taka þrjú stig þegar Malmö kemur í heimsókn. Zenit tekur á móti Juventus Í H-riðlinum.

Þá er einnig spilað í E- og G-riðli en alla leiki dagsins má sjá hér að neðan. Einnig má sjá á hvaða stöðvum þessir leikir eru sýndir.

miðvikudagur 20. október

F-riðill
19:00 Young Boys - Villarreal (Viaplay)
19:00 Man Utd - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)

E-riðill
16:45 Barcelona - Dynamo K. (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Benfica - Bayern (Viaplay)

G-riðill
16:45 Salzburg - Wolfsburg (Viaplay)
19:00 Lille - Sevilla (Stöð 2 Sport 4)

H-riðill
19:00 Zenit - Juventus (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Chelsea - Malmo FF (Viaplay)
Athugasemdir
banner
banner
banner