Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. október 2021 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Pique gerði sigurmark Börsunga - Sigur hjá Salzburg
Gerard Pique fagnar sigurmarki Barcelona
Gerard Pique fagnar sigurmarki Barcelona
Mynd: EPA
Noah Okafor skoraði tvö fyrir Salzburg
Noah Okafor skoraði tvö fyrir Salzburg
Mynd: EPA
Fyrstu tveimur leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið en Barcelona lagði úkraínska liðið Dynamo Kiev, 1-0, á meðan RB Salzburg vann Wolfsburg, 3-1.

Gerard Pique gerði eina mark Barcelona gegn Dynamo á Nou Camp en það kom á 36. mínútu. Börsunga fengu hornspyrnu, sem var hreinsað út fyrir teiginn. Jordi Alba fékk boltann og átti góða fyrirgjöf inn í teiginn og var Pique þar til að skila boltanum í netið.

Dynamo ógnaði aldrei marki Barcelona og átti ekki eitt skot á markið. Börsungar vinna því fyrsta leik sinn í riðlakeppninni þetta tímabilið og náðu að gera fyrsta mark sitt um leið.

Liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki í 3. sæti E-riðils, stigi á eftir Benfica sem er í öðru sæti.

Austurríska liðið RB Salzburg heldur þá áfram að heilla en liðið vann Wolfsburg, 3-1. Þýski framherjinn Karim Adeyemi gerði fyrsta markið á 3. mínútu leiksins áður en Lukas Nmecha jafnaði tólf mínútum síðar.

Svissneski kantmaðurinn Noah Okafor sá um að skila öllum stigunum til Salzburg með tvö mörk á síðasta hálftímanum.

Salzburg er með 7 stig í toppsæti G-riðils, fimm stigum á undan Sevilla og Wolfsburg.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Barcelona 1 - 0 Dynamo K.
1-0 Gerard Pique ('36 )

G-riðill:

Salzburg 3 - 1 Wolfsburg
1-0 Karim Adeyemi ('3 )
1-1 Lukas Nmecha ('15 )
2-1 Noah Okafor ('65 )
3-1 Noah Okafor ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner