Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. október 2021 22:49
Brynjar Ingi Erluson
„Mikilvægt að halda í sem flesta og bæta ofan á það"
Eiður Benedikt Eiríksson
Eiður Benedikt Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson tók við sem þjálfari Þróttar Vogum í Lengjudeildinni í gær en hann fór aðeins yfir leikmannamálin og segist ekki endilega horfa í ferilskrá leikmanna þegar það kemur að því að styrkja hópinn.

Eiður hefur verið með efnilegustu þjálfurum landsins síðustu ár og var aðeins 23 ára gamall þegar hann tók við kvennaliði Fylkis árið 2015. Hann stýrði liðinu í eitt ár áður en hann hætti með liðið.

Síðustu tvö ár hefur hann verið Pétri Péturssyni til aðstoðar hjá kvennaliði Vals og unnið Íslandsmeistaratitilinn tvisvar en hann hætti eftir þetta tímabil og var svo ráðinn sem þjálfari Þróttar Vogum í gær.

Liðið komst up í Lengjudeildina eftir frábæran árangur í sumar en Eiður segir að góður kjarni sér til staðar í hópnum, þó hann hafi einnig augu á nokkrum áhugaverðum leikmönnum til að bæta við hópinn.

„Það er mjög góður kjarni til staðar sem er mikilvægt að halda í sem flesta og bæta ofan á það og taka næsta skref úr því að vera í 2. deild.

„Það er klárlega möguleiki að gera góða hluti í deildinni fyrir ofan og við sjáum dæmin eru Grótta og Kórdrengir núna síðast. Þannig liðin sem eru að koma upp úr 2. deild eiga að geta staðið sig árið eftir."

„Að sjálfsögðu. Ég ætla kannski ekki að segja þau í þessu viðtali en það eru ákveðnir leikmenn sem ég hef áhuga á að fá og leita kannski í karakterana og týpurnar. Leikmenn sem ég sé að ég get bætt sem leikmenn og geti gert þá betri, það eru leikmennirnir sem ég er að horfa í."

„Ég er ekki endilega að horfa á leikmenn sem eru með brjálað CV á bakinu, meira hvaða potential ég sé í leikmanninum og hvort ég geti tekið þann leikmann og bætt hann. Það er það sem mig langar að gera í þessu starfi,"
sagði hann í lokin.
Eiður Ben: Pétur heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin
Athugasemdir
banner
banner