Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttar fylgir Alfreð frá Selfossi á Grindavík
Lengjudeildin
Óttar kemur inn í starfsteymi karlaliðs Grindavíkur.
Óttar kemur inn í starfsteymi karlaliðs Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grinadavík hefur ráðið Óttar Guðlaugsson sem styrktarþjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu.

Óttar er 29 ára gamall og hefur starfað frá árinu 2015 hjá Knattspyrnudeild Selfoss. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

Óttar þekkir því nýráðinn þjálfara karlaliðs Grindavíkur - Alfreð Elías Jóhannsson - vel. Þeir unnu saman hjá Selfossi.

Óttar er menntaður íþróttafræðingur og er að ljúka framhaldsmenntun á því sviði á næsta ári. Hann er með UEFA B þjálfaragráðu og hefur sótt fjölmörg námskeið í knattspyrnufræðum og styrktarþjálfun.

„Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með að fá Óttar til starfa. Markmiðið er með ráðningu hans er að efla gæði þjálfunar hjá liðinu og bæta enn frekar í styrktarþjálfun liðsins," segir í tilkynningu Grindavík.

Alfreð Elías var ráðinn þjálfari Grindavíkur eftir að síðasta tímabili lauk og Mílan Stefán Jankovic var ráðinn sem hans aðstoðarþjálfari. Óttar kemur svo inn í teymið.
Athugasemdir
banner
banner
banner