mið 20. október 2021 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Soucek þurfti að fara í lýtaaðgerð - Nær leiknum á morgun
Tomas Soucek fékk ljóta skurði í andliti
Tomas Soucek fékk ljóta skurði í andliti
Mynd: Getty Images
Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Soucek þurfti að gangast undir lýtaaðgerð eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Everton síðustu helgi. Telegraph greinir frá.

Soucek fékk skurði út um allt andlit eftir viðskipti sín við Salomon Rondon í leik West Ham gegn Everton.

Rondon fór með takkana í andlit Soucek sem varð til þess að hann fékk skurði við auga, nef og munn.

Soucek neyddist til að gangast undir lýtaaðgerð en hann verður þrátt fyrir það klár í leik West Ham gegn Genk í Evrópudeildinni á morgun.

„Tomas vill spila. Hann var saumaður á vör og svo lagaði lýtalæknir rest í gær. Það er búið að lagfæra þetta. Hann er líka með sauma á kinn og nokkra á nefi, milli augabrúnanna. Hann er í góðu lagi," sagði David Moyes, stjóri West Ham.

„Ég sagði við hann: „Sjáðu augabrúnirnar á mér, Tomas. Ég hef verið saumaður þar oft frá því ég fékk skurði við að spila miðvörð." Hann á enn eitthvað í land með að ná mér í þessum málum," sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner