Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 09:17
Magnús Már Einarsson
Beðið með eftirvæntingu eftir sjónvarpsþáttaröðinni um Tottenham
Mynd: Getty Images
Amazon gerði í haust samning við Tottenham um að fá að fylgjast með bakvið tjöldin hjá liðinu á þessu tímabili og búa til sjónvarpsþáttaröð.

Sjónvarpsþáttaröðin heitir All or Nothing og ku færa Tottenham tíu milljónir punda.

Tímabilið hefur verið stormasamt hjá Tottenham en illa hefur gengið í ensku úrvalsdeildinni og í gær var Mauricio Pochettino rekinn.

Jose Mourinho hefur verið ráðinn og margir bíða spenntir eftir sjónvarpsþáttaröðinni um Tottenham um þetta tímabil.

Fyrsti leikurinn bakvið tjöldin hjá Amazon var tapleikur Tottenham gegn Liverpool í síðasta mánuði en spennandi verður að fylgjast með framhaldinu og útkomunni á næsta ári.




Athugasemdir
banner
banner
banner