Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. nóvember 2021 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sigur í fyrsta leik Xavi - Felipe hetjan gegn Osasuna
Memphis Depay fagnaði marki sínu vel og innilega
Memphis Depay fagnaði marki sínu vel og innilega
Mynd: EPA
Ivan Rakitic skoraði jöfnunarmark Sevilla
Ivan Rakitic skoraði jöfnunarmark Sevilla
Mynd: EPA
Xavi Hernandez stýrði Barcelona í fyrsta sinn er liðið vann Espanyol, 1-0, í borgarslagnum í Barcelona í kvöld. Memphis Depay skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Sevilla tapaði mikilvægum stigum gegn Deportivo Alaves er liðin skildu jöfn, 2-2. Útlit var fyrir að Sevilla myndi tapa leiknum en Ivan Rakitic sá til þess að liðið fengi að minnsta kosti stig með marki undir lokin. Sevilla er þrátt fyrir það á toppnum með 28 stig.

Celta Vigo og Villarreal gerðu þá 1-1 jafntefli. Alberto Moreno kom Villarreal yfir á 27. mínútu áður en Brais Mendez jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Brasilíski miðvörðurinn Felipe tryggði Atlético Madríd þá 1-0 sigur á Osasuna með marki undir lok leiks. Markið gerði hann með skalla á 87. mínútu eftir hornspyrnu.

Barcelona lagði þá Espanyol, 1-0. Memphis Depay skoraði eina markið úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Sigur í fyrsta leik hjá Xavi og Barcelona í 6. sæti með 20 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Madrid 1 - 0 Osasuna
1-0 Felipe ('87 )

Barcelona 1 - 0 Espanyol
1-0 Memphis Depay ('48 , víti)

Celta 1 - 1 Villarreal
0-1 Alberto Moreno ('27 )
1-1 Brais Mendez ('72 )

Sevilla 2 - 2 Alaves
0-1 Victor Laguardia ('5 )
1-1 Lucas Ocampos ('38 )
1-2 Joselu ('45 , víti)
2-2 Ivan Rakitic ('90 )
Athugasemdir
banner
banner