Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ótrúlega góður sigur fyrir okkur
Mynd: Getty Images
„Við vissum að þetta yrði erfiður staður að koma á," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 1-0 sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.

Sergio Aguero kom inn á sem varamaður og skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu.

„Við fáum á okkur eitt eða tvö góð færi, ekkert meira en það. Í fyrri hálfleiknum var markvörður þeirra mjög góður, hann varði vítaspyrnu og átti tvær ótrúlegar vörslur. Þetta er ótrúlega góður sigur fyrir okkur og skref í rétta átt - að tryggja sæti í Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð."

„Við vorum eitthvað feimnir í fyrri hálfleiknum, en í seinni hálfleiknum vorum við meira eins og við. Við stjórnuðum ferðinni mjög vel og sköpuðum færi til að skora."

„Það sem Sheffield United gerir, þeir gera sitt fullkomlega. Þeir hafa meira og minna verið saman í fimm ár og liðsandinn þeirra eru góður. Þeir eru svo góðir í seinni boltanum og koma með marga á síðasta þriðjunginn," sagði Guardiola.

Man City er í öðru sæti, 13 stigum á eftir Liverpool. City hefur leikið tveimur leikjum meira en Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner