þri 21. janúar 2020 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ með áform um varaliðsdeild fyrir næsta sumar
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur gefið það út að varaliðskeppni muni hefja göngu sína næsta sumar. Um tilraunarverkefni til eins árs er að ræða.

Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og stjórnarmaður KH í 4. deild, segir frá plönum KSÍ á Twitter og hljóða þau svona:

„Góðan dag. KSÍ hefur ákveðið að bjóða upp á keppni varaliða í meistaraflokki karla sumarið 2020. Um er að ræða tilraunarverkefni til eins árs."

„Þáttökurétt hafa öll félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks karla sumarið 2020. Ekki er heimilt að tefla fram samvinnuliðum. Ákveðið hefur verið að hlutgengir til leiks séu allir leikmenn félagsins. Þegar þáttaka liggur fyrir mun mótanefnd KSÍ ákveða keppnisfyrirkomulag. Gert er ráð fyrir að fjöldi leikja verði um það bil tveir í mánuði."

„KSÍ leggur til dómara í leikina, heimalið sér um að manna aðstoðardómara."

Ingólfi líst ekki á áform KSÍ og skrifar á Twitter: „KSÍ að gera heiðarlega tilraun til að slátra venslafélögunum. Vonandi taka félögin ekki þátt í þessari vitleysu."

Mörg félög í neðri deildum Íslands eru í samstarfi við stærri félög hvað varðar lánsmenn. Ingólfur telur að varaliðsdeild myndi koma niður á þannig félögum.


Athugasemdir
banner
banner