lau 21. janúar 2023 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Forest horfir til Keylor Navas
Keylor Navas
Keylor Navas
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, markvörður Nottingham Forest, verður frá næstu fimm vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigri liðsins á Leicester City, en félagið er nú í leit að markverði til að fylla skarðið.

Henderson er á láni frá Manchester United en hann hefur verið með bestu mönnum Forest á leiktíðinni og því mikil blóðtaka að missa Englendinginn úr markinu.

Athletic heldur því fram að Forest hafi nú áhuga á því að fá Keylor Navas, markvörð Paris Saint-Germain, í glugganum.

Navas er í leit að meiri spiltíma en hann er varamarkvörður fyrir Gianluigi Donnarumma og ekki útlit fyrir að hann fái mikinn spiltíma á næstunni.

Þessi landsliðsmaður Kosta Ríka er samningsbundinn PSG út næsta tímabil og er möguleiki á PSG leyfi honum að fara á láni út þetta tímabil.

Wayne Hennessey er varamarkvörður Forest í dag en hann á yfir 250 leiki í ensku úrvalsdeildinni og liðið því ekki beint í ömurlegum málum þegar það kemur að markvörðum.
Athugasemdir
banner