Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. janúar 2023 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Guardian: Rice hallast að Arsenal
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice hallast frekar að því að ganga í raðir Arsenal en Chelsea í sumar. Þetta kemur fram í grein Guardian í kvöld.

Rice er efstur á blaði Arsenal fyrir sumarið en hann er tilbúinn að yfirgefa West Ham, sem er þessa stundina í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Miðjumaðurinn vill ekki framlengja samning sinn við West Ham en sá samningur rennur út á næsta ári. Þó er möguleiki á að framlengja þann samning um eitt ár til viðbótar.

Chelsea er einnig á eftir Rice en hann kemur upprunalega úr unglingastarfi félagsins. Guardian segir að þrátt fyrir það þá sé hann mun opnari fyrir því að fara til Arsenal en Chelsea.

Rice vill spila í Meistaradeild Evrópu og hann mun líklega fá það tækifæri með Arsenal sem er á toppnum með fimm stiga forystu.

Leikmaðurinn er spenntur fyrir þeirri hugmynd að vinna með Mikel Arteta, stjóra Arsenal, en hann er sagður hafa teiknað upp plan hvar hann gæti komið Rice fyrir í liðinu.

West Ham vill fá rúmar 100 milljónir punda fyrir Rice og yrði hann þá dýrasti Englendingur í sögunni.
Athugasemdir
banner