banner
   lau 21. janúar 2023 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismótið: KA kláraði riðilinn með fullt hús stiga
Elfar Árni skoraði fyrir KA
Elfar Árni skoraði fyrir KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF vann góðan sigur á KA 2
KF vann góðan sigur á KA 2
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA vann fjórða leik sinn í riðli 1 í A-deild Kjarnafæðismótsins í dag er liðið gjörsigraði Dalvík/Reyni, 4-1. KF vann þá KA 2 með fjórum mörkum gegn einu í riðli 2.

KA-menn hafa lokið riðlakeppni mótsins og endar liðið með fullt hús stiga.

Elfar Árni Aðalsteinsson, Daníel Hafsteinsson, Birgir Baldvinsson og Bjarni Aðalsteinsson gerðu mörk KA.

KA er á toppnum með 12 stig, búið að vinna riðilinn. Liðið skoraði 22 mörk í riðlakeppninni og mun líklega mæta Þór í úrslitum en það kemur allt í ljós á morgun.

Völsungur lagði Tindastól, 2-1, í sama riðli.

KF vann þá KA 2, 4-1, í riðli 2. Leikmenn Fjallabyggðar eru í öðru sæti með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Riðill 1:

KA 4 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('15 )
2-0 Daníel Hafsteinsson ('29 )
3-0 Birgir Baldvinsson ('32 )
3-1 Máni Dalstein Ingimarsson ('80 , Mark úr víti)
4-1 Bjarni Aðalsteinsson ('85 )

Tindastóll 1 - 2 Völsungur
0-1 Gestur Aron Sörensson ('7 )
1-1 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('10 )
1-2 Árni Fjalar Óskarsson ('33 )

Riðill 2:

KF 4 - 1 KA 2
1-0 Sævar Þór Fylkisson ('21 )
2-0 Helgi Már Þorvaldsson ('36 )
3-0 Marinó Snær Birgisson ('57 )
3-1 Tómas Þórðarson ('89 )
4-1 Sævar Þór Fylkisson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner