Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. febrúar 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
45 íslensk meistaraflokkslið út í æfingaferð - Metfjöldi
Valur og KR leita til Florida í æfingaferð.
Valur og KR leita til Florida í æfingaferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Grindvík eru á meðal átta liða sem fara til Campoamor á Spáni.
Stjarnan og Grindvík eru á meðal átta liða sem fara til Campoamor á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valur og HK/Víkingur fara til Belek í Tyrklandi.
Valur og HK/Víkingur fara til Belek í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn fara til Wales.
Skagamenn fara til Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
44 meistaraflokkslið fara í æfingaferð erlendis fyrir Íslandsmótið í sumar. Um er að metfjölda en fyrra met var í fyrra þegar 38 lið fóru erlendis.

Fjöldi liða í æfingaferðum erlendis undanfarin ár:
2009: 2
2010: 20
2011: 27
2012: 16
2013: 26
2014: 28
2015: 25
2016: 32
2017: 32
2018: 38
2019: 45

Öll liðin í Pepsi-deild karla eru á leið út í æfingaferð. Íslandsmeistarar Vals fara til Florida í Bandaríkjunum líkt og undanfarin ár og að þessu sinni gera FH og KR slíkt hið sama. KR-ingar fóru fyrstir allra út en þeir eru staddir í Florida þessa dagana við æfingar.

Átta lið í Pepsi-deild kvenna fara út en Breiðablik og Fylkir fara ekki í æfingaferð að þessu sinni. Ellefu lið í Inkasso-deild karla eru á leið út í ferð og fjögur lið í 2. deild karla.

Spánn er langvinsælasti áfangastaðurinn líkt og áður en 30 af 45 liðum fara út til Spánar. Tyrkland kemur næst í röðinni en átta lið eru á leið þangað. Meistaraflokkur karla hjá ÍA fer til Wales þar sem liðið verður við æfingar á æfingasvæði sem landslið Wales notar.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau lið sem eru á leið út í æfingaferð. Ábendingar varðandi listann mega berast á [email protected].

Pepsi-deild karla
Breiðablik (Montecastillo, Spánn)
FH (Florida, Bandaríkin)
Fylkir (Belek, Tyrkland)
Grindavík (Campoamor, Spánn)
HK (Campoamor, Spánn)
KA (Belek, Tyrkland)
ÍA (Cardiff, Wales)
ÍBV (Belek, Tyrkland)
KR (Florida, Bandaríkin)
Stjarnan (Campoamor, Spánn)
Valur (Florida, Bandaríkin)
Víkingur R. (Campoamor, Spánn)

Pepsi-deild kvenna
HK/Víkingur (Belek, Tyrkland)
ÍBV (Pinatar, Spánn)
Keflavík (Belek, Tyrkland)
KR (Belek, Tyrkland)
Selfoss (Pinatar, Spánn)
Stjarnan (Costa Brava, Spánn)
Valur (Belek, Tyrkland)
Þór/KA (Campoamor, Spánn)

Inkasso-deild karla
Afturelding (Campoamor, Spánn)
Fjölnir (Montecastillo, Spánn)
Fram (Salou, Spánn)
Grótta (Montecastillo, Spánn)
Haukar (Fuente Alamo, Spánn)
Keflavík (Salou, Spánn)
Leiknir R. (Fuente Alamo, Spánn)
Magni Grenivík (Pinatar, Spánn)
Njarðvík (Belek, Tyrkland)
Víkingur Ó. (Pinatar, Spánn)
Þór (Campoamor, Spánn)

Inkasso-deild kvenna
Fjölnir (Farum, Danmörk)
Haukar (Fuente Alamo, Spánn)
ÍA (Pinatar, Spánn)
Tindastóll (Barcelona, Spánn)

2. deild karla
Leiknir F. (Pinatar, Spánn)
Selfoss (Algarve, Portúgal)
Vestri (Montecastillo, Spánn)
Völsungur (Campoamor, Spánn)

2. deild kvenna
Grótta (Stokkhólmur, Svíþjóð)

3. deild karla
Augnablik (Salou, Spánn)
Höttur/Huginn (Albir, Spánn)
Kórdrengir (Barcelona, Spánn)

4. deild karla
Hamar (Salou, Spánn)
KÁ (Fuente Alamo, Spánn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner