Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. febrúar 2019 20:52
Hafliði Breiðfjörð
Björn Berg Bryde á leið í HK
Björn Berg í leik með Grindavík í sumar.
Björn Berg í leik með Grindavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Björn Berg Bryde er að ganga til liðs við HK samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Björn Berg sem er 27 ára gamall miðvörður æfði með HK í kvöld og verður lánaður til HK en þar leysir hann stöðu fyrirliðans Guðmundar Júlíussonar sem missir af tímabilinu vegna meiðsla.

Björn Berg var mjög góður með Grindavík í sumar og gekk að tímabilinu loknu til liðs við Stjörnuna og gerði þriggja ára samning.

Stjarnan var fyrir með Daníel Laxdal og Brynjar Gauta Guðjónsson í miðvarðarstöðunni og eftir að Björn Berg kom fengu þeir líka Martin Rauschenberg frá Brommapojkarna.

Hann hefur verið lykilmaður í vörn Grindavíkur undanfarin ár eftir að hafa gengið til liðs við félagið árið 2012. Hann hefur alls spilað 126 meistaraflokksleiki og skorað sjö mörk.

HK sem spilar í Pepsi-deildinnni í sumar á leik gegn Aftureldingu í Lengjubikarnum annað kvöld. Til að Björn Berg nái leikheimild fyrir þann leik þarf að skila félagaskiptum til KSÍ fyrir miðnætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner